Austurkór 65, Kópavogur

Verð: 51.900.000


Tegund:
Fjölbýlishús
Stærð:
115.50 m2
Inngangur:
Sameiginlegur
Herbergi:
4
Byggingarár:
2014
Svefnherbergi:
3
Fasteignamat:
45.000.000
Baðherbergi:
1
Brunabótamat:
41.550.000
Stofur:
1
Bílskúr:
Nei

Kjöreign fasteignasala, Ármúla 21, sími 533-4040 kynnir: Mjög fallega 4ra herbergja íbúð á 3. hæð í lyftublokk, með glæsilegu útsýni í átt að Snæfellsjökli og yfir borgina.. Húsið er byggt 2014. Íbúðin er 106,7 fm og geymsla 8,8 fm, samtals 115,5 fm. Gengið er inn í íbúðina af lokuðum svalargangi. Stutt í frábær útivistarsvæði eins og Heiðmörk og Vífilstaðarvatn. 23 fm svalir sem snúa í vestur (sólin komin kl ca 14 á daginn). Samfljótandi parket er á allri íbúðinni nema í votrýmum þar sem eru flísar.

Nánari lýsing: Gengið er inn í rúmgott flísalagt andyri með fatahengi og skápum. Þrjú svefnherbergi öll með parketi á gólfum og skápum. Stofan er rúmgóð með parketi á gólfum og útgengt er úr stofu út á 23 fm svalir. Eldhúsið er opið til móts við stofuna, eikarinnrétting og parket á gólfum. Baðherbergið er flísalagt í hólf og gólf, upphangandi klósett og góð innrétting. Sérþvottahús innan íbúðar með flísum á gólfi. Á jarðhæð er sérgeymsla ásamt hjóla og vagnageymslu. Virkilega áhugaverð eign með frábæru útsýni og gönguleiðum við jaðar ósnortrar náttúrunnar. Stutt að keyra á stofnæðar borgarinnar. Hér er ekkert viðhald framundan enda húsið tiltölulega nýtt.

Upplýsingar gefa sölumenn Kjöreignar í síma 533-4040 eða kjoreign@kjoreign.is

Þórarinn Friðriksson lögg. fasteignsali gsm. 844-6353 thorarinn@kjoreign.is
Dan Wiium hdl. og lögg. fasteignsali gsm. 896-4013 dan@kjoreign.is
Ólafur Guðmundsson sölustjóri gsm. 896-4090 olafur@kjoreign.is
Ásta María Benónýsdóttir lögg. fasteignasali gsm. 897-8061 asta@kjoreign.is
Ármúla 21, 108 Reykjavík - Reykjavík – Sími 533 4040 – kjoreign@kjoreign.is - http://www.kjoreign.is/