Kjöreign ehf., fasteignasala, Ármúla 21, Reykjavík, sími 533-4040 kynnir fjórar sumhúsalóðir, eignarlóðir, allar samliggjandi og hver með sitt fastanúmer, ásamt tileyrandi mannvirkjum við Þórdísarbyggð, Borgarbyggð.
Löndin eru úr landi Stangarholts við Langá á Mýrum. Löndin eru samliggjandi og góðar girðingar um allar lóðirnar, sem eru samnýttar og í eigu sama aðila. Hver lóð er með sér fasteignanúmeri. Möguleiki að kaupa hluta af landinu.
Lýsing. Landið er sléttlendi og allt gróið, sumt gömul tún. Aðkoma frá Þjóðvegi 1 er 9 km. Stór rotþró er á lóð nr. 2321816 og dugar hún fyrir fleiri hús. Rafmagn er komið. Kalt og heitt vatn.
Húsakostur. Á landinu er timburbygging ca. 50 fm. að grunnfleti með innkeyrsluhurð, gönguhurð og gluggum. Húsnæð er nýtt sem geymsla og verkstæði, en gæti nýst sem sumarhús. Gott geymsluloft er í húsinu.
Einnig er nýleg bogabygging frá Merkúr, sem stendur á steyptum undirstöðum, en er óeinangrað og með malargólfi. Húsnæðið er færanlegt. Stærð er 30 fm.
Gámahús, klætt að utanverðu og stök bygging, íveruhús með rafmagni, w.c., sturtu og heitu og köldu vatni. Timburverönd við húsin.
Merkingar á lóðunum. Lóðirnar eru merktar á uppdrætti nr. 46, 47, 48 og 49. Samið var við seljanda um viðbótarland vegna aðgangs að læk og drykkjarvatni fyrir hross og er það innan hins selda.
Heildarstærð alls er 14,7 ha, hnitsett. Birtar stærðir eru; tvær lóðir eru 2,7 ha. hver, ein lóð er 3,0 ha. og ein er 5,4 ha. skv. Þjóðskrá.
Fasteignamat alls er kr. 22.860.000,-.Tilvalið svæði og aðstaða fyrir hestafólk, frábærar reiðleiðir í fallegu umhverfi meðfram Langá. Gæti einnig verið heppilegt fyrir starfsmannafélög, sem vildu byggja nokkra bústaði á sama svæði. Einstakt tækifæri þar sem lóðirnar eru stórar og samliggjandi. Örstutt í alla þjónustu í Borgarnesi. Fallegt umhverfi og friðsæld. Stutt akstursleið frá Höfuðborginni. Ath. svæðið er eingöngu selt í saman. Vegna stærðar lóðanna er hugsanlegt að byggja mætti tvö hús á hverri lóð.
Upplýsingar gefur Dan Wiium lögm. og löggiltur fasteignasali hjá Kjöreign í símum 533-4040 eða 896-4013. [email protected]